Results for 2025-12

Vietnam vet

17.12.2025 kl. 22:55 - Sveinbjörn Þórðarson

Ég man eftir þessari kvikmynd í VHS rekkanum á vídeóleigunni Gerplu á horni Sólvallagötu og Hofsvallagötu snemma á 10. áratuginum. Íslenski textinn aftan á spólunni var e-ð í þessa átt: "Tim Robbins leikur víetnamska dýralækninn Jacob Singer..."

Mér þótti þetta stórfurðuleg lýsing á sínum tíma. Það var bara mörgum árum seinna sem ég fattaði að greyið þýðandinn hafði eitthvað ruglast með hvað "Vietnam vet" þýddi.

jacobs ladder
Separator

It's rich. That always helps.

3.12.2025 kl. 20:59 - Sveinbjörn Þórðarson

Þegar ég var að fljúga heim frá Gatwick um daginn þurfti ég að skila af mér farangri. Við röðina var myndarleg blökkustúlka í EasyJet búningi. Hún bað mig um farmiða og vegabréf.

"Iceland, eh? What's that like?"
"Cold" svaraði ég og brosti.
"Yeah, well, it's bloody cold here as well... Is it a happy place?"
Ég hugsaði mig um í svona sekúndu, svaraði svo hikandi:
"Yeah. It's rich. That always helps," og uppskar hlátur.

Í fluginu las ég eintak af The Economist þar sem fjallað var í löngu máli um hvernig lágmarkslaun væru að knésetja kapítalistastéttina.

Af einhverri ástæðu hefur þessi stutta samræða verið mér hugleikin undanfarna viku.

minwage
Separator