Sveinbjörn Þórðarson Quill

Blog[g]

RSS

Surfing across the pale parabola of joy, spewing and venting into the bottomless pit of /dev/null.


Leo RIP

20.8.2023 kl. 20:12 - Sveinbjörn Þórðarson

Þetta er Leó. Fann hann í gær látinn hjá leikskólanum við Seljaveg. Hann var mikill vinur minn og tíður gestur. Hans verður saknað.

leo
Separator

Oppenheimer

30.7.2023 kl. 23:03 - Sveinbjörn Þórðarson

Sá Oppenheimer í kvöld. Hún var gölluð, en samt sem áður mjög góð á margan hátt og vel þess virði að sjá á hvíta tjaldinu. Maður er bara þakklátur að einhver sé að gera metnaðarfullar, vel leiknar kvikmyndir um mikilvæg söguleg og heimspekileg málefni, en ekki enn eina ofurhetjumyndina.

Separator

Norðvegur

20.6.2023 kl. 20:57 - Sveinbjörn Þórðarson

Ég er sennilega ekki einn um að finnast það frekar leiðinlegt að „Norðveg(u)r“ sé orðið „Noregur“ á nútímaíslensku. Eitthvað hálfmetnaðarlaust og danskt við þessa þróun alla, þótt úrfellingin sé vissulega skiljanleg út frá framburði. Hefðum alveg mátt halda í forna ritháttinn, ef þá bara af fagurfræðilegum ástæðum. Nógu mikil hefur íhaldssemin verið.

Separator

Ávarp snjallkonunnar

18.6.2023 kl. 18:00 - Sveinbjörn Þórðarson

Frábært ljóð og að mínu skapi, þótt ég vinni m.a. við að þróa e-s konar íslenska „snjallkonu“.

ÁVARP SNJALLKONUNNAR

Þú ert númer fjórtán í röðinni
og því ekkert annað að gera en að
setja vöruna á pokasvæðið.
Við minnum á að allar upplýsingar
er hægt að nálgast á heimasíðu.
Ýttu á einn fyrir tvo, ýttu á tvo fyrir þrjá
en ef ekkert er valið verður þér ýtt út.
Ávarpið gæti verið hljóðritað.

-- Guðmundur S. Brynjólfsson

Separator

Automaton my ass

11.6.2023 kl. 23:38 - Sveinbjörn Þórðarson

René Descartes vildi meina að dýr væru óhugsandi kjötbrúður, automaton. Aðeins menn hefðu meðvitund og sálir. Ömurleg pæling, en líka mjög óempírísk, meira að segja fyrir hans tíma. Hann, málaliði í 30 ára stríðinu, var greinilega ekki kattamaður. Enginn sem hefur sinnt ketti og kynnst vel efast í eina sekúndu um að þetta séu mjög næmar, gáfaðar, þenkjandi, skapmiklar og tilfinningasamar skepnur sem fylgjast gríðarlega vel með heiminum í kringum sig og skilja hann ekkert síður en margar manneskjur.

snaeldi
Separator

Gervigreind

22.4.2023 kl. 13:52 - Sveinbjörn Þórðarson

Fyrir löngu síðan, þegar ég var unglingur í MR að kenna sjálfum mér forritun og hugbúnaðarhönnun, ætlaði ég að fara í MIT eða Carnegie-Mellon og læra gervigreindarfræði. Virkaði eins og næsta lógíska skref í tækniþróun mannlegrar siðmenningar. Í staðinn varði ég níu árum í að læra hugvísindi í háskóla -- fyrst og fremst heimspeki og sagnfræði.

Nú er ég orðinn miðaldra og er að vinna með nýjustu gervigreindartækni. Full circle, menntaskóladraumurinn orðinn að veruleika. Að því sögðu, þá er mér fyllilega ljóst að þetta á eftir að umbylta samfélagi okkar á ófyrirsjáanlegan hátt -- ekki nauðsynlega til hins betra -- og stórlega auka vald tæknirisanna. Og stjórnmálamennirnir, þeir munu ekkert vita hvað á að gera. Svo mikið er ljóst.

Separator

Stjórnendastéttin skrapar botninn

28.3.2023 kl. 11:09 - Sveinbjörn Þórðarson

Það mætti svosem ýmislegt betur fara í æðri menntun á Íslandi, en frekar fyndið að heyra svona lagað frá Áslaugu Örnu, af öllu fólki. Helsti vandinn við háskólakerfi okkar er nefnilega einmitt að það framleiðir allt of mikið af fólki eins og henni, lög-"fræðingum" sem ekkert vita né skilja. Enda er lögfræði eins og hún er kennd á Íslandi ekki alvöru nám: engin lögspeki, engin fræði, bara lagatækninám sem þjálfar fólk í að hugsa vandlega innan kassans svo það geti komið sér fyrir í þægilegri, vel launaðri, mestmegnis gagnslausri innivinnu. Það er stjórnendastéttin okkar sem skrapar botninn.

Separator

Sögukennsla á undanhaldi

6.3.2023 kl. 23:01 - Sveinbjörn Þórðarson

Hún Súsanna Margrét kenndi mér sögu í MR og var iðulega í miklu uppáhaldi, enda stórskemmtileg og eldklár. Sem langskólagenginn sagnfræðingur er hryggjandi að heyra nú frá henni að sögukennsla sé á undanhaldi í menntakerfinu. Því miður er víst sömu sögu að segja á öðrum Vesturlöndum. Okkar yfirborðskenndi, grunnristandi, ofvirki samfélagsmiðlakúltúr fær fólk til þess að gefa skít í fortíðina og hugsa sífellt bara um núið í leit að næsta "dopamine hit". Eitthvað (kannski sagnfræðimenntunin?) segir mér að við munum borga hátt verð fyrir þá þróun.

history repeat
Separator

Leiðrétting með tauganetum

17.2.2023 kl. 04:43 - Sveinbjörn Þórðarson

Vil vekja athygli á vefnum ai.yfirlestur.is, þar sem má sjá sýnishorn af nýja málrýnitauganetinu sem við erum að þróa hjá Miðeind. Glettilega gott í að laga vondan íslenskan texta og mun bara verða betra.

Sjálfvirk leiðrétting á texta með tauganeti Miðeindar
Separator

Katherine Whalen is a phenomenal jazz singer

14.1.2023 kl. 21:51 - Sveinbjörn Þórðarson

Katherine Whalen is a phenomenal jazz singer.

Separator

Nafnlaus hægrilágkúra Viðskiptablaðsins

6.1.2023 kl. 16:11 - Sveinbjörn Þórðarson

Það er engin tilviljun að leiðaraskrif frjálshyggjubarna Viðskiptablaðsins birtast aldrei undir nafni, svo bjánaleg eru þau:

...útgjöld hér á landi til heilbrigðismála eru næst hæst miðað við önnur Norðurlönd. Hlutfallið er 9,5% hér á landi en 9,7% í Noregi sem trónir í efsta sætinu í samanburðinum.

Herra Nafnlaus (því þetta er pottþétt vanmenntaður og hrokafullur karl með sjittí MBA gráðu) gefur svo í skyn að þarna sé vonda, vanhæfa ríkið hreinlega að sóa peningum í tóma steypu (lesist: einkavæðum batteríið). Aukið fjármagn sótt frá útgerðarkóngunum væri bara "throwing good money after bad." Honum dettur ekki einu sinni í hug að bæði Ísland og Noregur (og þá sérstaklega Ísland) eru fámennar þjóðir sem búa á mjög stóru og dreifbýlu landsvæði miðað við mannfjölda. Það er leikmönnum ljóst að rekstrarskilyrði heilbrigðiskerfis hér á landi verða aldrei jafnhagstæð og í þéttbýlli og fjölmennari löndum. Að sama skapi er ljóst að við erum gríðarlega auðugt samfélag og höfum vel efni á að reka gott kerfi þrátt fyrir það.

Í raun má umorða þennan leiðara (eins og svo marga frá VB) sem: "Ekki skattleggja vini mína og flokksbræður. Einkavæðum draslið."

Æi... ég veit ekki einu sinni af hverju ég var að hafa fyrir því að gera athugasemd við svona fyrirsjáanlega hægri-lágkúru. En eitt er víst: Ég treysti "hagfræðideild leiklistarsviðs LHÍ" talsvert betur í þessum málum heldur en herra Nafnlausum og skoðanabræðrum hans.

Separator

Time and chance happeneth to them all

16.12.2022 kl. 22:47 - Sveinbjörn Þórðarson

Fyrr í dag varð mér aftur hugsað til frábæru ritgerðar Orwells, "Politics and the English Language." Þar vitnar hann í glæsilega línu úr King James biblíuþýðingunni frá 17. öld:

I returned, and saw under the sun, that the race is not to the swift, not the battle to the strong, neither yet bread to the wise, nor yet riches to men of understanding, nor yet favour to men of skill; but time and chance happeneth to them all.

Ótrúlega flott enska sem Orwell þýðir síðan yfir á hræðilegu "nútímaensku" síns tíma:

Objective consideration of contemporary phenomena compels the conclusion that success or failure in competitive activities exhibits no tendency to be commensurate with innate capacity, but that a considerable element of the unpredictable must invariably be taken into account.

Nákvæmlega sama þróun er því miður skýr í íslensku hins opinbera á okkar dögum.

Separator

Eldri færslur ↠