Óttaslegnir, nafnlausir hægrimenn, gungur og aumingjar

29.7.2018 kl. 01:05 - Sveinbjörn Þórðarson

Þeir sem skrifa nafnlausar háðsgreinar um opinber mál á Íslandi eru mestmegnis gungur og aumingjar, og ekki þess virði að lesa. Andríki, AMX, Morgunblaðsleiðararar eru það sem kemur upp í hugann.

Það er hins vegar merkilegt að fólk sem gerir hvað mest af þessu er yfirleitt lengst til hægri í pólitíkinni, fólk með valdið á bak við sig, fólk úr Sjálfstæðisflokknum, fólk sem hefur hvað allra minnst að óttast þótt það væli ad nauseam um meinta kúgun ríkisvaldsins.

En þetta fólk er nógu óttaslegið til þess að skrifa ekki undir nafni. Það óttast eitthvað, en þetta eitthvað er ekki ríkisvaldið. Það óttast réttilega vanþóknun þeirra sem það deilir samfélagi og náumhverfi með, óttast að vera dæmt fyrir sínar ömurlegu skoðanir af nágrönnum, samstarfsmönnum, vinum, fjölskyldu. Kannski einhver von í því.

Separator